17.05.2023

Þegar ung börn eignuðust flugvél.

Á dögunum birtist í skemmtileg grein í Bændablaðinu, eftir Ástvald Lárusson, þar sem rifjað var upp þegar heil flugvél, sem gat bæði lent á landi og sjó, var í aðalvinning í happdrætti SÍBS árið 1947. Allt var þetta gert til að fjármagna uppbyggingu aðstöðunnar hér á Reykjalundi sem þá var nýhafin. Ung systkini úr Reykjavík áttu vinningsmiðann og gerðust því eigendur flugvélar, tveggja mánaða og fjögurra ára gömul. Um þessa áhugaverðu sögu má lesa nánar hér. Við þökkum Ástvaldi kærlega fyrir þessa skemmtilegu samantekt.

Til baka