03.05.2023

Skemmtileg heimsókn.

Nýlega fengum góða heimsókn frá Heilbrigðisstofnun Norðurland en um var að ræða hóp sem vinnur í heilsueflandi móttökum á Norðurlandi. Reykjalundur skartaði sínu fegursta þennan dag enda sól og gott veður.
Vonandi gott upphaf að samvinnu sem vonandi mun birtast í heildrænni þjónustu og meiri árangri fyrir skjólstæðinga okkar og þeirra.  
Þeim fannst mikið til teymisvinnnar koma og þess starfs sem unnið er á Reykjalundi. Voru ánægð með heimsóknina, stefna að því að efla teymisvinnuna hjá sér og stíga útfyrir rammann í sinni nálgun. Það verður gaman að fylgjast með hvernig þeim gengur. Svona heimsókn eykur alltaf stolt fyrir því starfi sem maður vinnur hér og ánægjulegt að geta gefið öðrum af sínum viskubrunni.

Til baka