18.04.2023

Fulltrúar úr bæjarráði heimsækja Reykjalund.

Reykjalundur hefur lengi verið einn af stærstu vinnustöðum í Mosfellsbæ en sagan spannar tæp 80 ár. Þó ýmsar brekkur tengist þessari merku sögu hafa líka verið margir glæstir sigrar á leiðinni og við hér á Reykjalundi hlökkum sannarlega til næstu 80 ára enda úrval mögulegra verkefna sennilega aldrei verið meira en einmitt nú.
Vegna þessa komu fulltrúar bæjarráðs Mosfellsbæjar í heimsókn á Reykjalund ásamt Regínu bæjarstjóra í vikunni. Fulltrúar Reykjalundar og SÍBS, eiganda Reykjalundar, tóku á móti gestunum. Starfsemi Reykjalundar var kynnt og farið í skoðunarferð um staðinn, ásamt því að ræða helstu málefni sem eru efst á baugi. Einnig var rætt um landsvæði Reykjalundar og hvaða möguleikar séu til nýtingar á því í framtíðinni en fyrir liggur að fyrr en síðar þarf að hefja framtíðaruppbyggingu á svæðinu. Fjörugar og góðar umræður mynduðust og voru bæði gestir og gestgjafar hinir ánægðustu með heimsóknina. Við þökkum fulltrúum Mosfellbæjar kærlega fyrir komuna á Reykjalund.

Til baka