04.04.2023

Páskabingó á Hlein!

Hlein er hjúkrunarsambýli sem staðsett er hér í Mosfellsbæ, rétt við Reykjalund. Hlein er heimili fyrir sjö einstaklinga sem hafa hlotið varanlegan skaða af völdum sjúkdóma eða slysa. Eins og á öðrum heimilum er verið að undirbúa páskana á Hlein og einn af hápunktunum í þeim undirbúningi er páskabingóið. Þórdís Þöll Þráinsdóttir iðjuþjálfi var bingóstjórinn að þessu sinni og stóð sig með glæsibrag. Þess var gætt að enginn færi tómhentur frá borði. Meðfylgjandi eru þrjár myndir frá fjörinu en tveir íbúar voru vant við látnir þegar bingóið fór fram.
Gleðilega páska til ykkar allra frá okkur á Hlein!

Til baka