30.03.2023

Hamingjugildran í morgunútvarpi Rásar 2.

Hamingjugildran í morgunútvarpi Rásar 2.
Hugrún Sigurjónsdóttir sálfræðingur okkar var í viðtali í morgun í Morgunútvarpi Rásar 2 þar sem hún ræddi um bókina Hamingjugildran sem nýlega kom út í þýðingu hennar en einnig barst talið að Reykjalundi. Kynning á viðtalinu er svona: "Nýlega kom út í íslenskri þýðingu bókin Hamingjugildran en í henni er að finna einföld og gagnleg ráð til að takast á við erfiðar hugsanir og tilfinningar og hvernig við getum unnið að markmiðum okkar. Einnig er því velt upp af hverju það sé svona erfitt að vera hamingjusamur og hvers vegna hamingjan geti ekki verið varanlegt ástand. Hugrún Sigurjónsdóttir sálfræðingur og þýðandi bókarinnar kom til okkar í hamingjusamt morguspjall."
Meðfylgjandi er slóð á viðtalið ef einhver vill hlusta:https://www.ruv.is/utvarp/spila/morgunutvarpid/23822/7grrkn/hugrun-sigurjonsdottir-hamingjugildran?fbclid=IwAR0H_dzIJTFCMsJ0E6POHwkiuxdNRGTsscr-P_dt0eR_DDtSfajbIVuwTI8

Til baka