29.03.2023

Heimsókn frá Heilsustofnun.

Í gær komu hingað í heimsókn góðir gestir en um var að ræða framkvæmdastjórn Heilsustofnunar Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði. Eins og kunnugt er er starfrækt öflugt endurhæfingarstarf í Hveragerði sem á sér langa sögu. Þó starfsemi Reykjalundar og Heilsustofnunar sé ólík, eru margir fletir þar sem samvinna og samstarf geta verið til hagsbóta fyrir báða aðila. Fundað var um ýmis mál í þá átt auk þess sem gestunum var boðið í skoðunarferð um Reykjalund.
Sannarlega gaman að fá þessa góðu gesti í heimsókn og styrkja tengslin á milli þessara tveggja stóru aðila í endurhæfingarþjónustu hér á landi.

Til baka