23.02.2023

Upp er runninn öskudagur!

Í gær var öskudagur. Þó það sé nú aðallega yngri kynslóðin sem smelllir sér í búninga á þessum degi hefur það færst í vöxt á síðari árum að hinir eldri geri það líka, ekki síst á fjörugum vinnustöðum. Við hér á Reykjalundi erum engin undantekning á því enda þykir okkur mjög gaman að leika okkur og njóta lífsins. Eins og segir einhvers staðar: "Dagurinn sem þú hættir að geta leikið þér er dagurinn sem þú verður gamall." 
Aldrei þessu vant vorum við samt óvenju slök að taka myndir en lofum að gera betur á næsta ári. Hér fylgja sýnishorn frá gærdeginum. Munið að njóta lífsins  

 

Til baka