22.02.2023

Reykjalundur 78 ára!

Á fallegum vetrardegi í síðustu viku var haldið upp á 78 ára afmæli Reykjalundar en nú í febrúar er afmælisdagur Reykjalundar sem hóf starfsemi árið 1945. Þrátt fyrir háan aldur hefur þessi síungi og síkáti öldungur sjaldan staðið frammi fyrir fleiri tækifærum og framtíðin er sannarlega spennandi. Í tilefni afmælisins var starfsfólki og gestum boðið í glæsilegan afmælishádegisverð þar sem starfsfólkið í eldhúsinu töfraði fram glæsilega máltíð; roastbeef með villisveppasósu og súkkulaðimouse með þeyttum rjóma.
Hjartans þakkir fyrir okkur en meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá afmælisveislunni.

Til baka