15.02.2023

Góðir gestir í heimsókn.

Við á Reykjalundi sinnum ýmsum samskiptum og hingað koma ýmsir gestir með fjölbreytt erindi. Í síðustu viku fengum við góða gesti í heimsókn. Voru það tveir fulltrúar frá bandaríska lyfjafyrirtækinu VIVUS ásamt fulltrúum frá umboðsfyrirtæki þeirra á Íslandi. Fyrirtækið vinnur nú að því að markaðssetja nýtt lyf í Evrópu sem getur hjálpað einstaklingum að léttast og hefur einnig jákvæð áhrif á blóðsykur, blóðþrýsting og kæfisvefn. Höfðu þeir mikinn áhuga á að skoða aðstöðu Offituteymis Reykjalundar og heyra um þá meðferð sem við getum boðið okkar skjólstæðingum. Var gegnið um húsið og hittum við marga góða fagmenn á leiðinni sem sögðu frá sínum deildum og þökkum við kærlega fyrir það. Eins og sjá má af myndinni voru allir ánægðir með heimsóknina og spenntir að fara í matsalinn og fá plokkfisk. Fremstir eru fulltrúar VIVUS, Santosh Varghese og Alssandro Giamocetti ásamt þeim Davíð, Rúnu og Guðfinnu frá Icepharma.

Til baka