26.01.2023

SÍBS heilsumoli um hreyfingu

Kostir þess að stunda reglubundna hreyfingu eru ótvíræðir fyrir almenna heilsu og vellíðan. Þau sem stunda reglulega hreyfingu draga úr líkum á að fá ýmsa sjúkdóma og auka líkurnar á því að lifa lengur og við betri lífsgæði en annars.

SÍBS hefur framleitt örmyndbönd með góðum ráðum um hvað hægt er að gera til að bæta heilsu og líðan. Að taka ábyrgð á eigin heilsu hefst á því að vita hvað er heilsusamlegt.
Myndböndin eru unnin í samstarfi við Embætti landlæknis, Reykjavíkurborg, Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar, Heilsuveru, ÍSÍ, Rauða krossinn og Betri svefn, með styrk frá Lýðheilsusjóði. Myndböndin verða fyrst aðgengileg á íslensku, svo á ensku og pólsku.

https://sibs.is/heilsuefling/heilsumolar/

Til baka