05.01.2023

SÍBS heilsumoli um svefn

Svefn er ein af grunnstoðum andlegrar og líkamlegrar heilsu og forsenda fyrir ýmsu öðru sem við getum gert til að bæta heilsuna. Meðan við sofum eiga sér stað líffræðileg ferli sem endurnýja og endurnæra og þannig „hlaðast batteríin“.

SÍBS hefur framleitt örmyndbönd með góðum ráðum um hvað hægt er að gera til að bæta heilsu og líðan. Að taka ábyrgð á eigin heilsu hefst á því að vita hvað er heilsusamlegt.
Myndböndin eru unnin í samstarfi við Embætti landlæknis, Reykjavíkurborg, Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar, Heilsuveru, ÍSÍ, Rauða krossinn og Betri svefn, með styrk frá Lýðheilsusjóði. Myndböndin verða fyrst aðgengileg á íslensku, svo á ensku og pólsku.

https://sibs.is/heilsuefling/heilsumolar/

Til baka