22.12.2022

Myndir frá jólamat Reykjalundar.

Í hádeginu síðasta fimmtudag bauð Reykjalundur starfsfólki, sjúklingum og öðrum upp á jólaveislu sem Gunnar kokkur og hans fólk í eldhúsinu töfruðu fram. Girnilegir og gómsætir forréttir voru í boði ásamt purusteik í aðalrétt og eftirréttum að hætti hússins. Píanóleikarinn Árni Heiðar Karlsson sá um hugljúfa jólatóna sem ómuðu um svæðið. Fjöldi fólks þáði boðið og allir voru í jólaskapi eins og meðfylgjandi myndir sýna.
Bestu þakkir til starfsfólks í eldhúsinu – þetta var æðislegt.

Til baka