21.12.2022

Líf og fjör á jólabingói Hleinar.

Síðast liðinn fimmtudag var haldin jólasamvera fyrir íbúa og aðstandendur þeirra á Hlein. Skemmtilegt og vel heppnað kvöld í alla staði. Ellý matráður töfraði fram frábærar veitingar, Oddný og Hekla, starfsmenn Hleinar, spiluðu jólatónlist og haldið var jóla Bingó með frábærum vinningum.
Það var virklega gaman hversu margir sáu sér fært að mæta og glatt var á hjalla. Sannarlega samvera sem skilur mikið eftir sig. Starfsfólk og íbúar Hleinar þakka fyrir samveruna og óska öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Til baka