15.12.2022

Fjörugur jólafundur Reykjalundar.

Í gær fór fram árlegur jólafundur Reykalundar. Fundurinn er skemmtileg hefð sem skapast hefur hjá okkur starfsfólki á síðustu árum, þó hann hafi því miður fallið niður í hefðbundnu formi síðustu tvö ár vegna Covid.
Eftir að Pétur forstjóri hafði sett fundinn tók Guðbjörg mannauðsstjóri við fundarstjórn. Hún byrjaði á að heiðra þrjá úr starfsmannahópnum okkar og naut við það aðstoðar Péturs. Þetta eru þær Kolbrún Þorsteinsdóttir sjúkraliði og Ragnheiður Lýðsdóttir sjúkraþjálfari sem báðar hafa starfað hér á Reykjalundi í 20 ár og ekki síst Halldóra S. Árnadóttir gjaldkeria sem starfað hefur hér á Reykjalundi í 40 ár.
Steinunn H. Hannesdóttir, íþróttakennari var fengin til að halda jólahugvekju. Hennar hugvekja var skemmtilegur „klapp“-leikur við fjörugt jólalag sem sló alveg í gegn, enda þurftu allir viðstaddir að taka virkan þátt. Að lokum kynnti Guðbjörg leynigesti fundarins en það voru Svala Björgvinsdóttir söngkona og Davíð Sigurgeirsson gítarleikari sem komu öllum í jólaskap með flutning fallegra jólalaga.
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá jólafundinum.

Til baka