14.12.2022

Starfsaldursviðurkenningar – Halldóra í 40 ár og Kolbrún og Ragnheiður í 20 ár!

Starfsemi Reykjalundar verður engin ef ekki er til að dreifa færu og flottu fólki til að sinna sjúklingum og öðrum verkefnum. Því hefur skapast hér sú skemmtilega hefð, að heiðra starfsfólk sem nær þeim merku tímamótum að eiga 20 ára starfsafmæli á árinu. Á jólafundi Reykjalundar í dag, þar sem meðal annars Svala Björgvinsdóttir söngkona og Davíð Sigurgeirsson gítarleikari komu fram, heiðruðum þrjá aðila úr hópi starfsmanna. Þetta eru þær Kolbrún Þorsteinsdóttir sjúkraliði og Ragnheiður Lýðsdóttir sjúkraþjálfari sem báðar hafa starfað hér á Reykjalundi í 20 ár. Síðast en ekki síst var sú ánægja og nýbreytni  að heiðra Halldóru S. Árnadóttur gjaldkera sem starfað hefur hér á Reykjalundi í hvorki meira né minna en 40 ár!

Við þökkum þeim öllum kærlega fyrir góð og gegn störf í þágu Reykjalundar á öllum þessum árum.

Á myndinni eru frá vinstri: Guðbjörg Gunnarsdóttir mannauðsstjóri, Halldóra S. Árnadóttir, Svala Björgvinsdóttir, Davíð Sigurgeirsson, Ragnheiður Lýðsdóttir, Pétur Magnússon forstjóri og Kolbrún Þorsteinsdóttir.

Til baka