29.11.2022

Samantekt gagna Innskriftarmiðstöðvar Reykjalundar 2019 - 2023

Miðvikudaginn 16. nóvember heldu þær Berglind Gunnarsdóttir og Hlín Bjarnadóttir gæðastjórar og Marta Guðjónsdóttir rannsóknarstóri Reykjalundar erindi fyrir starfsfólk þar sem kynntar voru niðurstöður á samantekt gagna frá innskriftarmiðstöð Reykjalundar. Innskriftarmiðstöð hefur verið starfrækt frá mars 2019 og var upphaflegt markmið að skima fyrir andlegri, félagslegri og líkamlegri heilsu og stöðu sjúklinga fyrir endurhæfingu. Einnig að safna stöðluðum upplýsingum frá sjúklingum allra meðferðarteyma til að undirbúa meðferð og auka yfirsýn faghópa. Niðurstöðurnar gáfu góða mynd af stöðu þeirra einstaklinga sem sækja meðferðina og er mikilvæg viðbót til að styrkja starf fagfólks í endurhæfingu á Reykjalundi. 
Frá hausti 2022 hefur nafni starfsstöðvarinnar verið breytt í „Skráningarmiðstöð“ og mælingar nú einnig gerðar við útskrift. Markmið með þeirri viðbót er að byggja upp gæðavísa með skráningum, árangursmælingum og þjónustukönnun sem munu nýtast vel við þróun á klínísku starfi og við árlegt gæðauppgjör Reykjalundar. Í framtíðinni verður unnið að því að styrkja rafræna skráningu spurningalista samhliða líkamlegum mælingum. Þverfaglegur vinnuhópur mun koma að þeirri þróun í samstarfi við gæðastjóra og starfsmenn stöðvarinnar þær Andreu Hlín Harðardóttur og Guðrúnu Valdísi Sigurðardóttur.

Til baka