24.11.2022

Kalkúnahátíð á Reykjalundi!

Í hádeginu í dag var starfsfólki, sjúklingum og öðrum gestum Reykjalundar boðið upp á ljúfenga kalkúnamáltíð með öllu tilheyrandi ásamt viðeigandi eftirrétti. Ástæðan er að í dag er þakkargjörðarhátíðin haldin hátíðleg. Þó hún sé ekki almennt siður hér á Íslandi er samt alltaf gaman að finna ástæðu til að gera sér glaðan dag og við sem nutum máltíðarinnar erum mjög sátt.

Við hér á Reykjalundi þökkum Gunnari og öðru starfsfólki í eldhúsinu kærlega fyrir framtakið sem heppnaðist mjög vel. Takk kærlega fyrir okkur!

Fyrir þá sem vilja kynna sér þakkargjörðahátíðina sjálfa er hér tilvitnun í Vísindavef Háskóla Íslands:
"Bandaríski þakkargjörðardagurinn er haldinn hátíðlegur fjórða fimmtudag í nóvember ár hvert. Hann er einn af fáum hátíðisdögum þar í landi sem alfarið er upprunninn í Bandaríkjunum sjálfum. Flestar hátíðir Bandaríkjamanna bárust vestur með evrópskum innflytjendum, en tóku þar ýmsum breytingum og þá jafnvel mismunandi eftir fylkjum."

Til baka