23.11.2022

Myndir frá Vísindadegi Reykjalundar 2022

Síðasta föstudag fór fram 19. vísindadagur Reykjalundar en dagskráin fór fram í samkomusalnum. Flutt voru sjö áhugaverð erindi um niðurstöður rannsókna starfsmanna Reykjalundar og nemenda þeirra.

Fjöldi manns fylgdist með á staðnum og í streymi og tókst bara ljómandi vel til.

Meðfylgjandi myndir eru frá Vísindadeginum en ágrip erindanna má sjá á heimasíðu Reykjalundar: https://www.reykjalundur.is/visindi/visindadagur/

Reykjalundur óskar rannsóknastjóra okkar og vísindaráði til hamingju með vel heppnaðan dag um leið og við þökkum fyrirlesurum og þátttakendum öllum fyrir að vera með okkur.

Til baka