16.11.2022

Regína bæjarstjóri í heimsókn

Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, kom í heimsókn hingað á Reykjalund í gær. Segja má að tilgangur heimsóknarinnar hafi verið tvíþættur: Reykjalundur er með fjölmennari vinnustöðum í bænum og jafnframt var Regína nýlega kjörinn í stjórn Reykjalundar endurhæfingar ehf. og mun sitja sinn fyrsta stjórnarfund þar á næstunni.
Í heimsókninni fundaði Regína með framkvæmdastjórn Reykjalundar þar sem farið var yfir daglega starfsemi, söguna og helstu viðfangsefnin. Að fundinum loknum var farið í skoðunarferð um Reykjalund ásamt því að heimsækja Múlalund og Hlein.
Regína var hin ánægðast með heimsóknina og þökkum við henni kærlega fyrir komuna á Reykjalund.

 

Til baka