03.11.2022

Alma landlæknir heimsótti Reykjalund

Í gær heimsótti Alma D. Möller, landlæknir okkur hér á Reykjalundi. Með henni í för var Ólöf Elsa Björnsdóttir, verkefnastjóri í deild eftirlits og gæða í heilbrigðisþjónustu. Heimsóknin hófst á fundi með framkvæmdastjórn og gæðastjórum Reykjalundar þar sem ýmislegt í starfseminni var rætt, meðal annars staða gæðamála. Í hádeginu hélt Alma svo opin fyrirlestur fyrir starfsfólk Reykjalundar þar sem fjölmenni hlutstaði á áhugaverða frásögn af því hvernig til tókst í Covid faraldrinum hér á landi.

Við þökkum þeim Ölmu og Ólöfu Elsu kærlega fyrir komuna hingað á Reykjalund!

Til baka