20.10.2022

Pílan hitti beint í mark!

Á dögunum gerði starfsfólk Reykjalundar sér glaðan dag þegar starfsmannafélagið stóð fyrir samverustund og pílukasti á Bullseye við Snorrabraut. Rúmlega 60 starfsmenn mættu til leiks þar sem gleðin var í fyrirrúmi og hæfileikarnir í pílukasti af öllum stigum. Boðið var upp á ljúffengar veitingar og kvöldið var allt hið skemmtilegasta.

Bestu þakkir til stjórnar starfsmannafélagsins fyrir frábært framtak!

Til baka