22.08.2022

GRÍMUSKYLDA HEFUR VERIÐ TEKIN UPP Á REYKJALUNDI

Ágæta samstarfsfólk,

Mér þykir leitt að tilkynna ykkur að framkvæmdastjórn hefur ákveðið að taka upp grímuskyldu á Reykjalundi frá með NÚNA. Ætlast er til að starfsfólk, sjúklingar og aðrir gestir beri grímur inn í húsnæði Reykjalundar, bæði í sameiginlegum rýmum og við öll samskipti, hvort sem þau eru með formlegum eða óformlegum hætti.
Grímuskyldan gildir frá og með deginum í dag, 22. ágúst, til og með föstudagsins 26. ágúst 2022. Í lok vikunnar verður tekin ákvörðun um hvort grímuskyldu verði aflétt eða tímabilið framlengt.

Ástæðan er sú að undanfarna daga hefur fjöldi greindra Covid-smita meðal starfsmanna og sjúklinga rokið upp. Eins og við þekkjum, höfum við hér á Reykjalundi farið varlega í sóttvarnarmálum hingað til og hefur það reynst okkur farsælt. Sem betur fer virðast almenn einkenni vegna Covid ekki vera jafn slæm núna og af ýmsum fyrri afbrigðum en margir eru að sýkjast aftur að Covid eða jafnvel í þriðja skiptið.
Við þjónustum hóp landsmanna þar sem margir er viðkvæmari en almennt gerist í samfélaginu en jafnframt er mikilvægt að við missum ekki mikið af starfsfólki í veikindi svo hægt sé að halda uppi ásættanlegri þjónustu.

Grímum verður dreift við helstu innganga Reykjalundar. 
Þeir sem nota mötuneyti Reykjalundar þurfa að nota grímu og plasthanska þegar þeir sækja sér mat en að sinni eru ekki sérstakir matartímar fyrir ákveðna hópa.
Miðgarður og Hlein útfæra svo nákvæmari reglur hjá sér eftir þörfum.

Ekki verður tekin upp sérstök hólfaskipting í starfseminni að sinni. Við þurfum öll að muna að virða persónulegar sóttvarnir!

Ef fólk er með einkenni er það hvatt til að taka hraðpróf. Ef einstaklingur greinist jákvæður biðjum við viðkomandi að halda sig fjarri Reykjalundi í fimm daga.

Það er á okkar ábyrgð að láta sjúklinga og gesti vita og finna grímur með þeim ef þörf er á.

Áfram Reykjalundur!

Til baka