22.06.2022

Úkraína er í hugum okkar á Reykjalundi

Eins og flestir þekkja hefur fjöldi flóttamanna frá Úkraínu hefur komið til Íslands vegna stríðsástandsins undanfarið. Kallað hefur verið eftir aðstoð og framlögum frá íbúum, eins og til dæmis notuðum fötum.
Hér á Reykjalundi hafa hjúkrunarfræðingarnir Anný Lára Emilsdóttir og Ásdís Margrét Rafnsdóttir, staðið sig gríðarlega vel við að halda utan um söfnun á fatnaði, fjármunum og ýmsu öðru sem nýst getur flóttafólkinu í daglegu lífi. Þær hafa reglulega minnt okkur hin á að taka til í skápunum heimafyrir og finna til dæmis aukaföt sem við megum missa, sem og að hvetja okkur til að leggja þessum þarfa málefni lið með einhverjum hætti.
Við á Reykjalundi þökkum þeim kærlega fyrir góð og óeigingjörn störf en þessi mynd var einmitt tekin á dögunum þegar þær stóðu á haust flokkun á fatnaði sem hér var búið að safna saman frá starfsfólki.

 

Til baka