16.06.2022

Föstudagsmolar forstjóra 16. júní 2022

Hér koma föstudagsmolar dagsins en gestahöfundur í dag er Rúnar Helgi Andrason, sálfræðingur og formaður fagráðs. Í molunum kemur hann inn á mjög áhugavert efni – Líf sem skiptir mál.

Ég vil þakka þeim fjölmörgu sem tóku þátt í sumarhátíðinni okkar í gær en mér heyrist bara mjög vel hafa tekist til. Kem hér á framfæri kæru þakklæti til eldhússins og allra annar sem lögðu hönd á plóginn við hátíðina.
Góða helgi og gleðilega þjóðhátíð!

Bestu kveðjur
Pétur


Líf sem skiptir máli


Nú hef ég starfað á Reykjalundi í nær 18 ár og sá tími haft gríðarlega mikil áhrif á mig, bæði persónulega og faglega. Hér hef ég kynnst yndislegu samstarfsfólki og myndað sterk vináttusambönd. Sem dæmi þá kvaddi Þóra Hjartardóttir hjúkrunarfræðingur okkur í gær eftir 35 ára starf en hún er einmitt dæmi um einn af þeim mörgu gimsteinum sem gengið hafa hér um ganga hússins. Áhrifa hennar gætir enn og mun gera í langan tíma. Því má aldrei gleyma að þarna liggur auður Reykjalundar. 

Vissulega hefur stundum gefið á bátinn, en hann ávallt staðið af sér storminn. Framundan eru krefjandi verkefni í breyttu landslagi. Reykjalundur þarf að þróast í takt við þarfir hvers tíma og það krefst sveigjanleika og fagmennsku. Auðurinn er eftir sem áður í starfsfólkinu og því er mikilvægt að rödd hvers og eins heyrist. Þannig hefur Reykjalundur starfað og mun vonandi gera áfram. Enn og aftur, í starfsfólkinu liggur auðurinn.

Mig langar að lokum að deila með ykkur vangaveltum um hvað það er sem skiptir raunverulega máli í lífinu. Vonandi gefið þið ykkur tíma til að skoða glærurnar, en gerið það í góðu tómi og staldrið í smá stund við hverja þeirra og ígrundið það sem þar kemur fram. Minnumst þess að hvert og eitt okkar ber ábyrg á eigin hegðun og getur lagt sitt að mörkum til að viðhalda Reykjalundi sem besta vinnustað til að vera á.

Góða helgi og gleðilega þjóðhátíð á morgun.

Rúnar Helgi Andrason

 

Til baka