15.06.2022

Reykjalundur fagnar sumrinu!

Reykjalundur hélt sumarhátíð sína í hádeginu í dag. Öllu starfsfólki og sjúklingum boðið upp á dýrindis hádegisverð frá eldhúsinu sem var ofnsteikt lambalæri með bökuðum kartöflum og öðru tilheyrandi meðlæti. Að sjálfsögðu fylgdi eftirréttur að hætti hússins. Að borðhaldi loknu hófst hátíðardagskrá í íþróttasalnum þar sem starfsfólk sem hefur hætt síðasta árið heiðrað með formlegum hætti. Svo tóku við stórsöngkonan Regína Ósk og eiginmaður hennar, Svenni Þór, sem sungu og léku nokkur létt og skemmtileg lög til að koma öllum í gott sumarskap.
Það tókst heldur betur vel þannig að Reykjalundur óskar öllu starfsfólki, sjúklingum og öðrum velunnurum gleðilegs sumars um leið og við þökkum fyrir glæsilega þátttöku í sumarhátíðinni.

 

Til baka