09.05.2022

Reykjalundarmótið í fjallahjólreiðum

Um síðustu helgi hélt hjólreiðadeild Aftureldingar bikarmót í ólympískum fjallahjólreiðum sem kallast Reykjalundarmótið. Tæplega 60 keppendur á öllum aldri og getustigum brunuðu brautina sem liggur um skóga og landsvæði okkar hér á Reykjalundi en brautin þykir skemmtileg og hentar flestum hjólurum.
Tókst vel til á mótinu og það er gaman fyrir okkur hér á Reykjalundi að leggja þessu skemmtilega verkefni lið.
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir úr keppninni sem við fengum góðfúslega að láni hjá hjólreiðadeild Aftureldingar en fleiri myndir og upplýsingar um öll úrslit má finna á samfélagsmiðlum hjólreiðadeildarinnar sem og hjá Hjólreiðasambandi Íslands.

Til baka