05.05.2022

Vegleg fartölvugjöf í iðjuþjálfun Reykjalundar

Iðjuþjálfun hér á Reykjalundi datt heldur betur í lukkupottinn nýlega en deildinni hafa verið færðar að gjöf 8 fartölvur ásamt tilheyrandi búnaði.
Það er Samband stjórnunarfélaga, í samvinnu við Hollvinasamtök Reykjalundar, sem færði Reykjalundi þessar höfðinglegu gjafir og var meðfylgjandi mynd tekin við formlega afhendingarathöfn.
Tölvurnar og búnaðurinn er nú komin í notkun að öllu leiti og er mikil lyftistöng fyrir hina mikilvægu starfsemi iðjuþjálfunar á Reykjalundi.
Starfsfólk Reykjalundar sendir miklar þakklætiskveðjur til Sambands stjórnunarfélaga og Hollvinasamtaka Reykjalundar fyrir gjafirnar og hlýhug í garð Reykjalundar.

Til baka