27.04.2022

Aðalfundur starfsmannafélags Reykjalundar

Í hádeginu í dag fór fram vel heppnaður aðalfundur Starfsmannafélags Reykjalundar. Mjög góð mæting var á fundinn þar sem farið var yfir starfsemi síðasta árs. Vegna Covid-faraldursins voru viðburðir á vegum félagsins í lágmarki en tókust þó vel, ekki síst jólaskreytingakeppnin sem haldin var á aðventunni þar deildir Reykjalundar kepptust við að skreyta húsnæði sitt með sem glæsilegustum hætti. Starfsmannafélagið á sumarhús í Kjarnaskógi sem var vel nýtt á árinu.

Engar stjórnarkosningar voru að þessu sinni en í fyrra voru allir stjórnarmenn kosnir til tveggja ára. Í lok fundarins afhentu Pétur forstjóri og Guðbjörg mannauðsstjóri stjórnarmönnum þakklætisvott frá Reykjalundi fyrir flott starfsár. Á myndinni eru þau ásamt stjórn starfsmannafélagsins. Frá vinstri: Guðbjörg mannauðsstjóri Reykjalundar, Dagný Þóra Baldursdóttir, varaformaðurErla Ólafsdóttir ritari, Elfa Dröfn Ingólfsdóttir gjaldkeri, Erna Bjargey Jóhannsdóttir formaður, Hjalti Kristjánsson umsjónarmaður fasteigna og Pétur forstjóri Reykjalundar.

Reykjalundur þakkar stjórn Starfsmannafélagsins fyrir sín góðu störf og hvetur stjórnina til dáða á nýju starfsári.

Til baka