26.04.2022

Reykjalundur fær hjólagjafir fyrir sumarið

Nú í sumarbyrjun voru Reykjalundi færðar glæsilegar gjafir. Það voru félagar í Kiwanisklúbbnum Keili og Lionsklúbbi Njarðvíkur sem gáfu Reykjalundi sitt hvort rafmagnshjólið ásamt reiðhjólahjálmum. Hjólin eru frá versluninni Erninum sem lögðu sitt af mörkum til að klúbbarnir gætu fjármagnað gjafirnar. Ragmangshjól nýtast vel í starfsemi Reykjalundar, ekki síst yfir sumartímann. Hjól sem þessi er mjög mikilvægur valkostur við möguleika sjúklinga og skjólstæðinga til markvissrar endurhæfingar, þar sem markmiðið er að koma fólki aftur út í lífið sem virkir þátttakendur.

Starfsfólk Reykjalunar sendir félögum í Kiwanisklúbnum Keili og Lionsklúbbi Njarðvíkur kærar þakkir fyrir gjafirnar.

Til baka