06.04.2022

Vísindaráð, rannsóknastjóri og framkvæmdastjórn funda

Á dögunum fór fram árlegur samráðsfundur vísindaráðs Reykjalundar, rannsóknastjóra og framkvæmdastjórnar. Í vísindaráði sitja þrír fulltrúar starfsmanna hverju sinni og er hlutverk vísindaráðs eftirfarandi:

  1. Að vera stjórn og stjórnendum Reykjalundar ráðgefandi um vísindastefnu stofnunarinnar.
  2. Að vinna náið með rannsóknastjóra að framgangi vísindastefnunnar.
  3. Að vinna að formlegum tengslum og samstarfi við aðrar stofnanir,  innanlands og utan.
  4. Að leggja faglegt mat á allar umsóknir um styrki úr vísindasjóði og skila áliti til framkvæmdastjórnar.
  5. Að gæta samræmis í þeim matstækjum sem notuð eru á stofnuninni og vera ráðgefandi um stöðluð vinnubrögð við beitingu   þeirra.

Nú sitja í Vísindaráði Aðalbjörg Albertsdóttir hjúkrunarfræðingur sem er formaður, Arna Elísabet Karlsdóttir deildarstjóri á hjarta- og lungnarannsóknarstofu og
Inga Hrefna Jónsdóttir forstöðusálfræðingur. Rannsóknarstjóri Reykjalundar er Marta Guðjónsdóttir og allar nánari upplýsingar um vísindaráðið er að finna á eftirfarandi slóð:
https://www.reykjalundur.is/visindi/visindarad/

Framkvæmdastjórn Reykjalundar þakkar vísindaráði og rannsóknastjóra kærlega fyrir fundinn en meðfylgjandi mynd var tekin á fundinum.

Til baka