01.04.2022

Föstudagsmolar forstjóra 1. apríl 2022

Ágæta samstarfsfólk hér á Reykjalundi,

Það styttist heldur betur í árshátíðina okkar glæsilegu og kærkomnu, en laugardaginn 9. apríl fer fram langþráð árshátið Reykjalundar á Hótel Selfossi eins líklegast flestir vita 😊
Það er því vel við hæfi að snillingarnir í árshátíðarnefndinni séu gestahöfundar molanna í dag.

Góða helgi!

Bestu kveðjur
Pétur


Kæru vinnufélagar, hér koma nokkrar sturlaðar staðreyndir!

1154 dagar eru liðnir frá síðustu árshátíð Reykjalundar.
Hnerrinn fer allt að 160 km hraða!
763 dagar frá fyrsta smiti!
Augu strúts eru stærri en heili hans.
693 dagar eru liðnir frá árshátíðinni sem átti að fara fram í Brighton 2020!
Gíraffar hafa ekki raddbönd og þurfa aðeins tveggja tíma svefn.
23. mars 2020 lokuðu Bretar landamærum sínum og ákveðið var að fresta árshátíðinni!
Pör eru mun líklegir til að hætta saman en einhleypir einstaklingar.
Haust 2020 var enn stefnt á árshátíð í Brighton.
Ef þú lokar augunum þá getur þú ekki lengur séð.
Þrátt fyrir þrjár mótefnablöndur í blóði árið 2021 var engin árshátíð.
Þú veist að það er kalt úti þegar þú ferð út og það er kalt.
Ef árshátíðarplanið hefði haldist 3. mars, þá hefði covid ekki stoppað heldur Hellisheiðin.
Letidýr geta haldið niður í sér andanum í 40 mínútur.
Það vantar tvo fulltrúa í árshátíðarnefndina.
Fólk fer í háskóla til þess að fá betri vinnu til þess að borga fyrir háskólann.
Sumir eru að fara á sína fyrstu árshátíð eftir 3 ár í starfi!
Sturtlaðasta staðreyndin er þó að það eru 8 dagar í Árshátíð!
Heyrst hefur að starfsfólk sé að skemmta sér vel við undirbúning skemmtiatriða og við í nefndinni virkilega spennt að sjá afrakstur þeirra.  
Heyrst hefur að forstjórinn hvetji til extra mikils fagnaðar í fjarveru hans!

Hlökkum virkilega mikið til að fagna með ykkur…Loksins!
Kveðja,
Árshátíðarnefnd

Til baka