24.02.2022

Reykjalundur er 77 ára!

Það var vel við hæfi að halda upp á síðasta „COVID-daginn“ hér á Reykjalundi í dag með því að fagna 77 ára afmælis Reykjalundar sem var nú í febrúar. Nánar tiltekið var fyrsti sjúklingurinn innritaður á Reykjalund þann 1. febrúar 1945. Á deginum sjálfum þótti ekki heppilegt að efna til afmælishátíðar af sóttvarnarástæðum.

Í tilefni afmælisins tóku Gunnar kokkur og samstarfsfólks hans í eldhúsi Reykjalundar sig til og töfruðu fram ljúffengan afmælishádegisverð. Boðið var upp á roast beef með bökuðum kartöflum og villisveppasósu auk afmælisköku í eftirrétt. Öllum sjúklingum og starfsfólki Reykjalundar var boðið í mat af þessu tilefni í dag og þökkum við kærlega fyrir okkur.

Meðfylgjandi myndir voru teknar í hádeginu í dag.

Til baka