09.02.2022

Á gönguskíðum í veðurblíðunni

Rétt eins og keppendur á Ólympíuleikunum í vetraríþróttum hinum megin á hnettinum, nýtum við okkur snjóinn hér á Reykjalundi til að fara út og njóta lífsins. Í blíðunni í dag var lögð gönguskíðabraut á Reykjalundasvæðinu en ganga á skíðum er mjög góð alhliða þjálfun fyrir sjúklinga okkar, ekki síður en hefðbundin ganga og skemmtileg tilbreyting.

Meðfylgjandi mynd var einmitt tekin í dag og sýnir Hjalta heilsuþjálfara með einum skjólstæðinga okkar (sem gaf góðfúslegt leyfi fyrir myndatökunni).

Til baka