06.02.2022

Meðferðarstarfsemi á Reykalundi fellur niður fyrir hádegi mánudaginn 7. febrúar 2022

Meðferðarstarfsemi á Reykalundi fellur niður fyrir hádegi mánudaginn 7. febrúar 2022

Veðurstofa Íslands hefur gefið út rauða viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflóa í nótt og snemma í fyrramálið eða  kl 04-8:30 á morgun, mánudag. Jafnframt hefur verið varað við að í kjölfarið megi búast við mikill ófærð á höfuðborgarsvæðinu enda muni taka einhvern tíma að ryðja helstu götur og íbúðahverfi.

Vegna þessa hefur verið ákveðið að meðferðarstarf á Reykjalundi falli niður fyrir hádegi á morgun, mánudaginn 7. febrúar, þar sem búast má við að bæði sjúklingar og starfsfólk verði í vandræðum með að komast til og frá Reykjalundi í fyrramálið. Heilsurækt Reykjalundar fellur einnig niður á sama tíma.

Við hvetjum því fólk til að halda kyrru fyrir þar til greiðfært er orðið um höfuðborgarsvæðið og tefla ekki í neina tvísýnu. Starfsfólk er þó beðið um að mæta til vinnu um leið og mögulegt er.

Við vonumst til að meðferðarstarf geti hafist um hádegi en nánari tilkynning verður gefin út um kl 10 í fyrramálið.

Framkvæmdastjórn Reykjalundar

Til baka