20.01.2022

Takmörkuð starfsemi á Reykjalundi í janúar

Til skjólstæðinga, sjúklinga og allra velunnara Reykjalundar.

Nú í janúar er heilbrigðiskerfið víða undir miklu álagi vegna COVID-faraldursins.

Samkvæmt tilmælum stjórnvalda hefur hluta af Reykjalundi verið breytt í legudeild fyrir sjúklinga af Landspítala til að létta álagi á starfsemi þar. Vegna þessa hefur þurft að gera tímabundið hlé á hluta mikilvægs meðferðarstarfs Reykjalundar. Algert hlé er á starfsemi lungnateymis, hjartateymis og tauga- og hæfingateymis. Takmarkað starf er í gangi í öðrum meðferðarteymum og á göngudeild.

Reykjalundur harmar þau óþægindi sem þetta hefur í för með sér fyrir sjúklinga Reykjalundar, sem og fjölskyldur þeirra. Við munum fara á fullt með hefðbundna starfsemi um leið og mögulegt er.

Hvenær það verður, er ekki hægt að segja til um en verður tilkynnt um leið og það liggur fyrir. Reykjalundur þakkar þann skilning sem þessu hefur verið sýndur.

Með góðum kveðjum,

Framkvæmdastjórn Reykjalundar

Til baka