21.12.2021

Starfsaldursviðurkenningar 2021

Í síðustu viku voru veittar starfsaldursviðurkenningar til þeirra starfsmanna sem unnið hafa á Reykjalundi í 20 ár. Þetta árið voru það fjórir starfsmenn sem náðu þeim merka áfanga. Það voru þau Stefán Ívar Ívarsson úr starfsendurhæfingu, Helga Steinþórsdóttir sundlaugavörður, Helgi Kristjónsson framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og Guðbjörg Gunnarsdóttir mannauðsstjóri. Þökkum þeim kærlega fyrir góð og gegn störf.

Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar starfsaldurviðurkenningarnar voru afhentar.

Til baka