15.12.2021

Jólafundur Reykjalundar

Í hádeginu í dag fór fram árlegur jólafundur Reykjalundar. Vegna sóttvarna var jólafundurinn með óvenjulegu sniði þetta árið og haldinn í fjarfundi í TEAMS. Þrátt fyrir það voru fundarmenn fjölmargir.

Á fundinum voru kynntir þeir starfsmenn sem hafa  fengið starfsaldursviðurkenningar afhentar í ár fyrir 20 ára starf í þágu Reykjalundar. Þeir verða kynntir sérstaklega á næstunni. Gísli Einarsson fjölmiðlamaður flutti „jólahugvekju“ í laufléttum dúr og sló alveg í gegn af sinni alkunnu snilld. Síðast en ekki síst, kynnti stjórn starfsmannafélagsins sigurvegara í jólaskreytingakeppni Reykjalundar 2021 sem fram fór í gær. Á morgun munum við birta úrslitin og fjölda mynda úr keppninni sem var hreint æðisgengin og spennandi.

Þeir sem eiga eftir að senda inn myndir frá keppninni eru beðnir að senda á Söndru Ösp sem allra fyrst.

Til baka