13.12.2021

Jólastuð á Hlein

Fimmtudagskvöldið 9. desember sl. var heldur betur stuð á sambýlinu Hlein en þá héldu íbúarnir jólapartý. Fyrr í vikunni var jólaskrautið sótt upp á háaloft og húsið skreytt hátt og lágt. Bjarni töframaður og trúbadúr mætti með græjurnar og flutti jólalög með hefðbundnu og óhefðbundnu sniði. Hann lumaði einnig á nokkrum töfrabrögðum og spilagöldrum.

Veitingarnar þetta kvöld voru ekki af verri endanum en Ellý matráður útbjó gómsæta smárétti af sinni alkunnu snilld. Í boði á barnum var malt, appelsín og kók og auðvitað var til nóg af Macintosh konfekti!

Meðfylgjandi eru myndir frá þessu vel heppnaða kvöldi. 

Til baka