10.12.2021

Jólamáltíð Reykjalundar

Það var líf og fjör í hádeginu í dag hér á Reykjalundi. Reykjalundur bauð starfsfólki og gestum upp á jólamálið sem var gómsæt purusteik og með tilheyrandi meðlæti að hætti hússins.

Steikin rann ljúflega niður enda bauð starfsmannafélagið upp á tónlistaratriði á meðan en það var Páll Kristrúnar Magnússon sem lék og söng fyrir okkur létt lög með jólalegu ívafi.

Um leið og við hér á Reykjalundi vonum að allir hafi notið vel sendum við bestu þakklætiskveðjur til Páls, starfsmannafélagsins og síðast en ekki síst Gunnars og félaga í eldhúsinu.

Takk kærlega fyrir okkur.

Meðfylgjandi myndir voru teknar í hádeginu.

Til baka