07.12.2021

Dalmatíu hundurinn Panda kom í heimsókn á Hlein.

Rauði Kross Íslands er með verkefni sem kallast Heimsóknarvinir. Árlega heimsækja sjálfboðaliðar Rauða krossins hundruð einstaklinga sem eru félagslega einangraðir. Árið 2006 hófst svo starfsemi hundavina. Hundavinir fara í heimsóknir á dvalar- og hjúkrunaheimili aldraða, á sambýli, inn á heimili og fleira. Heimsóknir hundana hafa sýnt fram á aukna vellíðan og virkni þeirra sem eiga samneyti við þá.

Hlein er sambýli við Reykjalund fyrir fólk sem hefur fatlast alvarlega af völdum sjúkdóma eða slysa.

Dalmatíu hundurinn Panda kom í fyrstu heimsókn á Hlein ásamt eiganda sínum í vikunni og veitti mikla gleði og ánægju meðal íbúa. Panda mun koma í vikulegar heimsóknir á Hlein.

Til baka