30.11.2021

Kalkúnaveisla káta kokksins og kvennanna í eldhúsinu

Á fimmtudaginn í síðustu viku var starfsfólki og gestum Reykjalundar boðið upp á ljúffengan kalkún í hádeginu. Meðlætið var allt samkvæmt hefðinni og sló sætkartöflumúsin með kornflexbráðinni sérstaklega í gegn. Nokkrar myndir voru teknar við tilefnið og þar sést vel ánægja fólksins með veislu dagsins.

Bestu þakkir fá Gunnar, Valborg, Nína, Guðbjörg, Margrét Þóra og Áslaug Sunna fyrir gómsætt hádegi og Kristbjörg Helgadóttir fyrir myndatöku!

Til baka