01.11.2021

Stjórn starfsmannafélags Reykjalundar gleður starfsfólk

Stjórn starfsmannafélags Reykjalundar gladdi heldur betur starfsfólk nú fyrir helgi. Stjórnin færði hverjum og einum gjafapoka sem innihélt úrval af gómsætu súkkulaði ásamt happaþrennu. Uppátækið vakti mikla lukku og spennu um hvort einhver fengi stóra vinninginn á happaþrennunni. Enginn hefur gefið sig fram ennþá en mögulega er viðkomandi á Tene slakur að njóta og lifa. 

Meðfylgjandi mynd var tekin við dreifinguna og á henni eru frá vinstri; Hjalti Kristjánsson, Erla Ólafsdóttir, Elfa Dröfn Ingólfsdóttir, Erna Bjargey Jóhannsdóttir og Dagný Þóra Baldursdóttir.

Kærar þakkir fyrir gjöfina!

Til baka