25.10.2021

Fræðslufundur: Persónuvernd

Í Samkomusalnum fyrir starfsfólk Reykjalundar miðvikudaginn 27. október kl. 12:15

Setjið í gírinn og kitlið pinnann því nú fara hjólin loks að snúast aftur!

Á miðvikudaginn, 27. október, verður fyrsti fræðslufundur vetrarins. Gunnhildur Erla Kristjánsdóttir lögfræðingur og persónuverndarfulltrúi Reykjalundar, sem og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu verður með erindi um persónuvernd í okkar daglega starfi. Gunnhildur er einn reyndasti persónuverndarfulltrú landsins og hefur tekist vel til við að koma þessu forvitnilega efni til skila með áhugaverðum hætti.

Erindið verður í Samkomusal Reykjalundar kl. 12:15 – 12:55:

Persónuvernd; virðing og verklag.
Stutt kynning á gildandi persónuverndarlögum og helstu meginreglum við vinnslu persónuupplýsinga. Farið verður yfir nokkur atriði sem ber að varast við söfnun og meðhöndlun persónuupplýsinga og dæmi tekin um góðar vinnureglur sem bætt geta upplýsingaöryggi á vinnustaðnum.

Til baka