04.10.2021

Gleðiseðill – ávísun á gleði í endurhæfingu

Síðastliðinn föstudagur var sannkallaður gleðidagur á Reykjalundir þegar gleðiseðill var afhentur skjólstæðingum í fyrsta skipti.

Gleðiseðillinn er tilraunaverkefni verkjasviðs þar sem skjólstæðingar eru hvattir til að stunda ánægjulegar og endurnærandi athafnir, gleði og/eða félagslega þátttöku. Rannsóknir sýna að þátttaka í ánægjulegum og endurnærandi athöfnum eru jafn mikilvæg og hreyfing, fræðsla og heilbrigður lífsstíll í endurhæfingu.

Tilgangur gleðiseðils er að fólk viti og geti sagt öðrum að það megi hafa gaman þó að þau séu að takast á við veikindi, slys eða sjúkdóma.  Þetta hafa þau núna uppáskrifað frá forstjóra Reykjalundar og þurfa því ekkert að réttlæta það neitt frekar – hvorki fyrir sjálfum sér né öðrum!

Megum við öll gera umhverfið okkar að ánægjulegum stað að búa á og dreifa gleðinni sem víðast.

Til baka