24.09.2021

Gleðiskot

Í vikunni var starfsmönnum Reykjalundar og Hleinar ásamt íbúum Hleinar boðið upp á glæsilega matarbakka líkt og gert var fyrir jól. Matarbökkum var komið í öll sóttvarnarhólf og hólfin hvött til að gera sér glaða stund, njóta og eiga góða samveru. Myndir segja víst meira en þúsund orð sagði einhver snillingurinn svo takk kærlega fyrir góðar myndir. Þær fylgja hér með.

Til baka