21.09.2021

Karl Reynir í samtali Þjóðleikhússins um geðheilbrigði.

Í gærkvöld stóðu Þjóðleikhúsið, Geðhjálp, Hlutverkasetur, Geðlæknafélag Íslands og heilbrigðisráðuneytið fyrir samtali um geðheilbrigði á stóra svið Þjóðleikhússin í tengslum við leiksýninguna „Vertu úlfur.“ Samtalinu var jafnframt sjónvarpað á Rúv2. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, ávarpaði samkomuna og meðal þeirra sem fram komu voru Reynir Einarsson formaður Geðlæknafélags Íslands og yfirlæknir geðheilsuteymis hér á Reykjalundi en hann er jafnframt formaður Geðlæknafélags Íslands. Auk Karl Reynis tók þátt Unnur Ösp Stefánsdóttir leikstjóri, Björn Thors leikari, Elín Atim klæðskeri, Björn Hjálmarsson sérfræðilæknir á barna- og unglingageðdeild Landspítalans og Héðinn Unnsteinsson formaður Geðhjálpar og höfundur bókarinnar Vertu úlfur.

Hér má sjá þáttinn: https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/v-ertu-ulfur-samtal-um-gedheilbrigdi-utan-hringsins/32278/9jqer1

Til baka