14.09.2021

Valli og Vinir hlaupa fyrir Reykjalund

Eins og kunnugt er verður ekkert af Reykjavíkurmaraþoni þetta árið en áheitasöfnun maraþonsins er mikilvæg fyrir samtökin, Hollvinir Reykjalundar. Hollvinasamtökin hafa á síðustu árum staðið myndarlega við bakið á endurhæfingarstarfsemi Reykjalundar með ýmsum fjáröflunum sem er megintilgangur samtakanna.

Þrátt fyrir að ekkert maraþon verði, ætlar Valli (Valgeir Árni Ómarsson), íbúi á Hlein, að hlaupa 10 km ásamt nokkrum vinum sínum, meðal annars Pétri forstjóra Reykjalundar og Bryndísi formanni Hollvinasamtakanna. Valli hefur búið síðustu 20 ár á Hlein, sem er sambýli á lóð Reykjalundar og er ætlað fyrir mikið fatlað fólk sem hefur fatlast af völdum sjúkdóma eða slysa. Valli er mjög spenntur fyrir hlaupinu.

Óskað er eftir áheitum á Valla og vini hans og eru öll framlög vel þegin. Hægt að heita á hlaupara Hollvinasamtakanna á heimasíðu hlaupsins https://www.rmi.is/hlaupastyrkur eða leggja beint inn á reikning Hollvinasamtaka Reykjalundar: 0114-05-061229, kt. 601213-1760.

Til baka