08.09.2021

Í dag er alþjóðadegur sjúkraþjálfunar

Í dag, miðvikudaginn 8. september, fagna sjúkraþjálfarar um allan heim alþjóðadegi sjúkraþjálfunar.

Þemað að þessu sinni er endurhæfing vegna langvinnra einkenna eftir COVID. Sjúkraþjálfarar á Reykjalundi, líkt og aðrir starfsmenn Reykjalundar, hafa síðastliðið rúmt ár fengið reynslu í endurhæfingu skjólstæðinga sem glíma við einkenni eftir COVID. Einnig hafa sjúkraþjálfarar Reykjalundar verið beðnir um að skrifa pistla um efnið og farið í viðtöl, nú síðast Hlín Bjarnadóttir í Fréttablaðinu föstudaginn 3. september.

Að mörgu er að hyggja við endurhæfingu eftir COVID. Til þess að komast hjá bakslagi og versnun einkenna hjá þeim sem glíma við langvinn einkenni COVID þarf þjálfunin að vera markviss og einstaklingsmiðuð þar sem varlega er farið í stignun. Tryggja þarf að meðferðin sé uppbyggileg og leiði til endurheimtar á orku og úthaldi. Huga þarf sérstaklega að súrefnismettun við álag. Sérhæfður lungnasjúkraþjálfari getur veitt viðeigandi meðferð ef merki eru um oföndun eða óhagstætt öndunarmunstur.

Til baka