27.08.2021

Föstudagsmolar forstjóra 27. ágúst 2021 - gestahöfundur er Grit Schmidt

Ágæta samstarfsfólk hér á Reykjalundi,

Hér að neðan er að finna föstudagsmola dagsins en gestahöfundur í dag er Grit Schmidt, upplýsingatæknistjóri.

Gleðilega helgi og njótið nú vel!

Bestu kveðjur

Pétur

 

Föstudagsmolar 27. ágúst 2021.

Haust er sveppatími

Nú er að koma haust, náttúran verður litrík, berjatíminn byrjar. Haustið er líka sá tími þar sem matsveppir spretta upp sem mest. Gott jafnvægi milli sólar og rigningar gefur góða uppskeru. Allt árið hlakka ég til að sinna sveppatínslu. Það er róandi og nærandi áhugamál að vera í náttúrunni og hlusta meðal annars á fuglasöng. Ef maður er heppinn finnur maður sveppi.

Reykjalundur er sveppasvæði

Reykjalundur er staðsettur í fallegu náttúrusvæði, umluktur túnum og skógum. Sérstaklega tilvalinn í sveppatínslu. Þess vegna kemur það ekki á óvart að Starfsmannafélag Reykjalundar hefur beðið mig nokkrum sinnum um að fræða samstarfsmenn um sveppi. Eins og sést á myndinni sem var tekið á einum af þessum viðburðum. Léttri göngu fylgdi fræðslu um tegunda sveppa, hvar maður getur fundið þá, hvernig trjám þeir tengjast, hvernig er best að hreinsa, að geyma og í hvað maður getur notað þá.

Hvað þarf til

Ekki þarf mikið til að sinna þessu áhugamáli. Auk löngunar í gleði þarf helst loftgott ílát undir sveppi. Hér mæli ég með léttri bastkörfu og það getur verið gaman að búa hana til sjálfur. Skjólstæðingar Reykjalundar eru svo heppnir að geta lært að flétta körfu úr tágum í verkstæðitímanum í iðjuþjálfun. Kannski langar einn og einn að búa til hentuga körfu fyrir sveppatínslu.

Vertu alveg viss

Ekki eru allir sveppir eins. Maður þarf að þekkja matsveppi annars getur það verið hættulegt. Það er gott að fylgja alltaf reglunni: Ef þú ert ekki 100% viss þá láttu hann vera. Til að efla sér þekkingu get ég mælt með bókinni "Matsveppir í náttúru Íslands" eftir Ásu Margréti Ásgrímsdóttur sem inniheldur ýmis góð ráð. Svo er til Facebook hópur "Funga Íslands - sveppir ætir eður ei" þar sem sveppasérfræðingar hjálpa við greiningu.

Verði þér að góðu

En hvort maður steiki sveppi strax, frysti þá eða þurrki, það er nú bara smekksatriði. Sveppir eru alltaf góðir.

Góða helgi.

Grit Schmidt

upplýsingatæknistjóri

Til baka