25.08.2021

Anna Stefánsdóttir heiðursdoktor við Háskóla Íslands

Í gær var merkisstund hjá Önnu Stefánsdóttur, formanni stjórnar Reykjalundar endurhæfingar ehf. Henni var þá veitt heiðursdoktornafnbót við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands við hátíðlega athöfn í hátíðarsal Háskólans. Anna er fyrst til að hljóta slíka nafnbót í hjúkrunardeildinni, en hún er veitt Önnu fyrir einstakt framlag til hjúkrunar.

Athöfninni stýrði Herdís Sveinsdóttir deildarforseti Hjúkrunardeildar Háskólans en auk þess fluttu ávörp Jón Atli Benediktsson háskólarektor og Helga Jónsdóttir prófesor auk Önnu sjálfrar. Við á Reykjalundi óskum Önnu hjartanlega til hamingju með heiðursdoktorsnafnbótina.

Til baka